Continuum - Place

Continuum - Place opnaði í Gallery Gróttu
Á sýningunni voru 20 ný verk sem unnin voru á síðastliðnum tveimur árum. Sjónum var beint að óhlutbundinni skynjun á tíma og rúmi. Mörk þess óhlutbundna, arkitektúrs og áferðar eru könnuð auk þess sem formum úr menningarsögulegum kennileitum er teflt fram gegn tilvísunum í söguleg listaverk. Verkin eru byggð upp með lögum af þunnri málningu, útlínuteikningum, bleki, grafíti og útstrokunum. Nýju lagi af málningu er bætt ofan á eldra, stundum er það þurrkað út eða endurtekið yfir það sem áður var. Merkingum er komið fyrir, þær síðan máðst af, efni skarast, leysast upp og endurtaka sig. Hvöss, rúmfræðileg form þekja lög af bleki og litarefnum sem virðast bráðna með tímanum og loks hverfa. Sumir fletirnir eru spreyjaðir og með tímanum málað yfir með þunnri málningu. Verkin vísa í tíma sem líður á óræðum og síbreytilegum stað og endurspeglar varðveislu og lof til fortíðinar og menningarlega mikilvæg kennileiti.