top of page

Writings

 

MERGE - City and Nature

SAMRUNI - Borg og náttúra í Bryggjusal Edinborgarhúsins.

Laugardaginn 1. júní 2013 

 

Ásdís Spanó hefur að undanförnu skoðað möguleika og áhrif grátóna lita í málverkinu og þá fjölmörgu litatóna sem þar eru að finna.  Í framhaldi af þeirri vinnu tekur hún fyrir á sýningunni SAMRUNI - Borg og náttúra hið marglaga borgarlandslag og náttúrumynd þess. 

 

„Borg og náttúra fléttast saman í marglaga veruleika sem einkennir borgarmynd hins vestræna heims.  Línulaga láréttir fletir þræða sig í gegnum lífræna áferð myndflatarins og sameinast honum líkt og manngert umhverfi verður samofið náttúrunni.   Skoðað er hvernig hægt sé að kalla fram jafnvægi og stöðugleika í samspili náttúru og borgar og hvernig grátóna litir geta endurspeglað það jafnvægi.  Grár er talinn litur skynsemis, kunnáttu og visku, hann er yfirvegaður og látlaus og því talinn litur tilslökunar.  Grátóna litir geta því átt vel við þegar mynda á stöðugleika og jafnvægi á myndfletinum og ekki síður í umfjöllun um samruna borgar og náttúru og mikilvægi jafnvægis í þeirri þróun“

 

Ásdís Spanó

bottom of page