Writings

Gray-ish
GRÁTÓNA í SÍM salnum 1. febrúar 2013
Möguleika og áhrif grátóna lita í málverkinu.
„Það er talið að mannsaugað geti greint allt að 500 gráa litatóna. Birtuskilyrðin hafa áhrif á það hversu marga grátóna liti er hægt að sjá hverju sinni. Einnig er það talið miserfitt fyrir fólk að greina þessa fjölmörgu tóna. Grár er talinn hlutlaus litur, litur sem kallar síður fram sterkar tilfinningar en tengist frekar hugmyndum um mislyndi og doða líkt og listamaðurinn Kandinsky benti á í skrifum sínum. Grár er einnig talinn litur skynsemis, kunnáttu og visku. Hann er yfirvegaður og látlaus, litur tilslökunar.
Grár er litur hversdagsleikans og margbreytileiki gráu tónanna er litadýrð raunsæismannsins. Ástæðan er sú að hann er staðsettur milli hvítasta hvíts og svartasta svarts og því litur hlutleysis en jafnframt eftirvæntingar og möguleika“
Hver litatónn í gráleitum veruleikanum er sem auka krydd í togstreitu hversdagsleikans.
Ásdís Spanó