top of page

Writings

 

Triangular Matrix_1_180x180cm, Blönduð t
Triangular Matrix

Í verkum sínum setur Ásdís Spanó fram frumspekilegar og óhlutbundnar birtingarmyndir heimsins þar sem tilbúni hluti hans og náttúran lifa hlið við hlið í viðkvæmu en flóknu bandalagi. List Ásdísar rambar á mörkum tjástefnu og naumhyggjulistar, finnur jafnvægi á milli ólíkra þátta og sameinar þá í upphafinni fagurfræði. Skynjun leikur lykilhlutverk í málverkum hennar.

 

Ásdís vinnur með sýnilega/ósýnilega tvískiptingu í marglaga málverkum, og nýtir sér eiginleika mismunandi efna til að skapa margslungin verk sem bjóða upp á virk samskipti við áhorfendur og umhverfi sitt, bregðast við breytingum á birtu og stöðu áhorfandans í rýminu. Birtan flæðir um strigann og tekur breytingum, gyllt og koparlit málningin ljómar, sum formanna sjást skýrar og önnur hverfa sjónum áhorfandans.

 

Á sýningunni Triangular Matrix mætast málverk sem eiga sameiginlegt vinnsluferli þar sem hvert lagið er lagt ofan á annað: í neðsta laginu eru línur teiknaðar með bleki sem virðast spretta úr frjálsum hreyfingu, lífrænt krot, hálfómeðvitaðar teikningar sem eiga upptök sín í nánum tengslum við innri, frumstæða hvöt. Ofan á þetta tjáningarríka grunnlag kemur hvít slæða sem færir ró yfir málverkið; nokkurs konar þoka sem skapar fjarlægð milli áhorfandans og fyrri augnabliks. Í þriðja laginu koma kopar-, gull- og silfurský til sögunnar, auðga litróf málverksins og skapa birtuáhrif, þar sem áberandi þríhyrningar birtast, brjótast skáhallt inn í málverkin utan frá með hvössum oddum og glæða friðsælt, hvítt og óhlutbundið landslagið nýjum krafti. Hreyfing og ágengni þessara þríhyrninga kemur með ný áhrif inn í málverkið: Borgarlandslagið með hvössum brúnum sínum, hraða sínum og skipulagsleysi mitt í reglunni.

 

Þríhyrningar hafa tvískipt eðli, þeir finnast hvort tveggja í örvaroddi og fjallstindi sem rís upp úr landinu, og í augum Ásdísar Spanó er áhugavert að þeir geti í senn tilheyrt tilbúnum og náttúrulegum heimi, þeir séu einhvers konar tenging á mili þessara tveggja heima sem hvor um sig leggur eitthvað af mörkum til skilgreiningar mannsins sem tegundar. Reyndar er einnig hægt að líta á þríhyrninga sem sjónræna skýringarmynd; ef við setjum náttúruna við einn odd þríhyrnings, tilbúna heiminn við annan oddinn og manneskjur við þann þriðja, sjáum við hvernig þetta þrennt eru þættir í samtvinnuðu flæði um flöt þríhyrningsins.

 

Málverk Ásdísar Spanó sýna nokkurs konar vígvöll þar sem efnin og eðlislægir eiginleikar þeirra berjast við listakonuna sem reynir að stjórna því hver útkoman verður. Hvert lagið ofan á annað er í raun og veru leið til að stýra því hvernig ólíkir þættir birtast í verkinu. Notkunar ólíkra efna – bleks, vatns, olíulita og spreys – er þörf til að víkka út möguleika málverksins, til að vekja upp djúpstæða og ævaforna áskorun: Tilraunir mannsins til að breyta náttúrunni og laga hana að sínum eigin vilja. Ásdís hrífst af þessari löngun til að stjórna en á sama tíma er hún opin fyrir því óvænta og fyrir mistökum og það glæðir rannsóknir hennar lífi.

 

Ana Victoria Bruno

//

Ásdís Spanó creates through her works metaphysical and abstract representations of the world where the artificial sphere and nature exist together in a delicate though complex wholeness. Her practice dwells between expressionism and minimal art, finding a balance within diverse elements, converging them into a sublimated aesthetic. Perception plays a fundamental role in her paintings, Ásdís works around the visible/invisible dichotomy, overlaying veils of painting, taking advantages of the properties of different materials to create multifaceted works which interact actively with the viewers and with the environment, mutating in response to light and to the viewer’s position in the space. Moving around the canvas, the light change, the luminescence of the golden and coppery paint is activated, some shapes emerge more clearly while others flee the viewer’s eyes.

 

Triangular Matrix brings together paintings which share a production process based on superposition of layers: the first one is occupied by lines drawn with ink which seem to arise from liberated gestures, organic doodles, semi-conscious drawings that originate from a deep connection with an inner and primitive impetus. Upon this expressionist ground level, a white veil comes to calm down the painting, a sort of fog which creates a distance between the viewer and the previous moment. In the third layer coppery, golden and silver clouds enrich the painting spectrum and create light effects, while sparky triangles emerge, breaking diagonally into the paintings from outside of the frames with their sharp points, injecting a new dynamism into the peaceful white abstract landscape. The movement and the aggressiveness of these triangles brings into the painting a new element: the urban environment, with its sharp edges, its velocity and its chaotic yet structured order. Triangles have a dual nature, they can be found in either the point of an arrow and in a peak arising from the landscape: what Ásdís Spanó finds interesting about triangles is that they can belong both to the artificial world and to the natural one, constituting some kind of conjunction point between these two spheres both of which contribute in defining human beings. In fact, triangles can also be seen as visual diagrams, if we place nature at one of the triangle’s vertex, the artificial world at the other and human beings at the last one, we can see how these three elements are part of an interconnected flow which runs through the edges of the triangle.

 

Ásdís Spanó’s paintings constitute a sort of battlefield where materials and their natural inclinations fight against the artist who tries to control the outcome. The superposition of layers is in fact a way to regulate the visibility of the elements present in the paintings. The use of different materials - ink, water oil paint and sprays - is needed to expand the possibilities of the painting, to trigger a challenge which is deep and ancient: the humankind’s effort to modify nature and to eventually bend nature to its will.

Ásdís’ practice is devoted to this desire of controlling but it’s also open to the unexpected and the failure, which keep her research alive.

 

Ana Victoria Bruno

bottom of page